Samherji Birkis mætir bróður sínum á EM á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 17:45 Xhaka-bræðurnir. vísir/getty Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira
Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira