Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:10 Moutinho í leik með portúgalska landsliðinu. Vísir/Getty Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira