Þjálfari Portúgals: Ísland getur ekki breyst á einni nóttu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 17:11 Fernando Santos á æfingu portúgalska liðsins. vísir/afp „Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
„Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15