Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:19 Kári í leiknum í kvöld. vísir/getty Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30