Aftur tryggja Frakkar sér öll stigin í blálokin | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 20:45 Frakkar urðu í kvöld fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Gestgjafarnir unnu þá 2-0 sigur á Albönum en líkt og í sigrinum í fyrsta leiknum á móti Rúmenum þá skoraði franska liðið úrslitamörkin í lokin. Frakkar hafa sex stig eftir tvo leiki og eru öryggir með annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir mæta Svisslendingum í lokaleiknum sem verður úrslitaleikur um efsta sætið. Frakkarnir í stúkunni voru farnir að örvænta þegar ekkert gekk að skora ein franska liðið skilaði mörkunum í blálokin. Að þessu sinni var það varamaðurinn Antoine Griezmann sem var hetjan en hann skoraði fyrra mark franska liðsins á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adil Raml. Það var síðan Dimitri Payet sem skoraði seinna markið og er það hans annað mark á mótinu. Albanir eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti eins og við Íslendingar og það var farið að líta út fyrir að þeir væru að ná í sitt fyrsta stig. Franska liðið var í stórsókn nær allan seinni hálfleikinn og það hlaut bara eitthvað að láta undan. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, henti þeim Paul Pogba og Antoine Griezmann út úr byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum á móti Rúmenum. Það hafði þó ekki nóg góð áhrif og þeir voru komnir inná í seinni hálfleik. Annar þeirra, Antoine Griezmann, átti síðan eftir að verða hetja franska liðsins í leiknum.Hann skoraði langþráð mark og við það misstu Albanir dampinn eftir að hafa gefið allt sitt í leikinn.Tvö mörk á lokamínútunum! Griezmann og Payet! 2-0 fyrir Frakklandi gegn Albaníu. #EMÍsland pic.twitter.com/exaNVFXiTu— Síminn (@siminn) June 15, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Frakkar urðu í kvöld fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Gestgjafarnir unnu þá 2-0 sigur á Albönum en líkt og í sigrinum í fyrsta leiknum á móti Rúmenum þá skoraði franska liðið úrslitamörkin í lokin. Frakkar hafa sex stig eftir tvo leiki og eru öryggir með annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir mæta Svisslendingum í lokaleiknum sem verður úrslitaleikur um efsta sætið. Frakkarnir í stúkunni voru farnir að örvænta þegar ekkert gekk að skora ein franska liðið skilaði mörkunum í blálokin. Að þessu sinni var það varamaðurinn Antoine Griezmann sem var hetjan en hann skoraði fyrra mark franska liðsins á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adil Raml. Það var síðan Dimitri Payet sem skoraði seinna markið og er það hans annað mark á mótinu. Albanir eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti eins og við Íslendingar og það var farið að líta út fyrir að þeir væru að ná í sitt fyrsta stig. Franska liðið var í stórsókn nær allan seinni hálfleikinn og það hlaut bara eitthvað að láta undan. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, henti þeim Paul Pogba og Antoine Griezmann út úr byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum á móti Rúmenum. Það hafði þó ekki nóg góð áhrif og þeir voru komnir inná í seinni hálfleik. Annar þeirra, Antoine Griezmann, átti síðan eftir að verða hetja franska liðsins í leiknum.Hann skoraði langþráð mark og við það misstu Albanir dampinn eftir að hafa gefið allt sitt í leikinn.Tvö mörk á lokamínútunum! Griezmann og Payet! 2-0 fyrir Frakklandi gegn Albaníu. #EMÍsland pic.twitter.com/exaNVFXiTu— Síminn (@siminn) June 15, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira