Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 12:00 Ronaldo fékk eitt mjög gott færi í leiknum undir lokin og var góður í fyrri hálfleik. Í þeim síðari voru varnarmenn íslenska liðsins með súperstjörnuna í vasaranum. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo í gærkvöldi.Sjá einnig:Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Kári Árnason, miðvörður Íslands, ræddi við breska fjölmiðla eftir leikinn en þeir ásamt nokkrum Portúgölum voru þeir einu sem fengu að ræða við Ronaldo á viðtalssvæði skrifandi blaðamanna í gær. Kári var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. „Ronaldo er frábær fótboltamaður en ekki auðmjúk manneskja. Við vorum alveg nálægt því að stela sigrinum þannig það sem hann segir stemmir ekki við þá staðreynd.“Sjá einnig:Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Við náðum jafntefli og gátum stolið sigrinum. Augljóslega vorum við ekki að skapa okkur jafn mikið og frábært lið eins og Portúgal en orðin sem hann lætur falla er ástæðan fyrir því að Lionel Messi verður alltaf skrefi á undan honum,“ sagði Kári Árnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16 Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Ronaldo fékk eitt mjög gott færi í leiknum undir lokin og var góður í fyrri hálfleik. Í þeim síðari voru varnarmenn íslenska liðsins með súperstjörnuna í vasaranum. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo í gærkvöldi.Sjá einnig:Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Kári Árnason, miðvörður Íslands, ræddi við breska fjölmiðla eftir leikinn en þeir ásamt nokkrum Portúgölum voru þeir einu sem fengu að ræða við Ronaldo á viðtalssvæði skrifandi blaðamanna í gær. Kári var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. „Ronaldo er frábær fótboltamaður en ekki auðmjúk manneskja. Við vorum alveg nálægt því að stela sigrinum þannig það sem hann segir stemmir ekki við þá staðreynd.“Sjá einnig:Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Við náðum jafntefli og gátum stolið sigrinum. Augljóslega vorum við ekki að skapa okkur jafn mikið og frábært lið eins og Portúgal en orðin sem hann lætur falla er ástæðan fyrir því að Lionel Messi verður alltaf skrefi á undan honum,“ sagði Kári Árnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16 Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16
Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45
Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15