Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 14:00 Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30