Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2016 07:00 Þessi mynd birtist á forsíðu Vísis 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Ábending til lögreglu um hvarf Guðmundar Einarssonar barst á allra síðustu árum en kom ekki til skoðunar fyrr en endurupptökunefnd fékk ábendinguna í hendur fyrir skömmu. Tveir menn voru handteknir á mánudagsmorgun og yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins en Guðmundur Einarsson hvarf þann 26. janúar 1974. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður og hlotið refsidóma. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. „Þetta mál lýtur að ábendingu sem barst upphaflega til lögreglu, þaðan til setts ríkissaksóknara sem kemur henni svo á framfæri við endurupptökunefnd. Við í nefndinni óskuðum í kjölfarið eftir því við settan ríkissaksóknara að hann myndi hlutast til um rannsókn á þessari ábendingu. Síðan er það lögreglan að sjálfsögðu sem afgreiðir það hvernig þeir standa að rannsókninni,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Guðmundur Einarsson var átján ára gamall þegar hann fór með tveimur félögum sínum á ball í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína í lok dansleiksins en sjónarvottur segist hafa séð Guðmund gangandi skammt frá. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Björgunarsveitir og lögregla leituðu Guðmundar um nokkra hríð þar til ákveðið var að hætta leit. Næstum tveimur árum síðar, upp úr miðjum desember 1975, voru Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni vegna póstsvikamáls. Í langri yfirheyrslu 20. desember það sama ár er Erla spurð hvort eitthvað sé hæft í þeim sögusögnum sem lögreglu hafi borist til eyrna, að Sævar hafi verið viðriðinn hvarfið á Guðmundi. Vitnisburður Erlu leiðir til handtöku Kristjáns Viðars Viðarssonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. Sævar og Tryggvi Rúnar játuðu fljótlega aðild sína að dauða Guðmundar. Þeir drógu játningarnar til baka í byrjun 1977 en voru samt dæmdir ábyrgir fyrir dauða Guðmundar. Um áratugaskeið hafa mennirnir og fjölskyldur þeirra barist fyrir því að nafn þeirra verði hreinsað. Endurupptökunefnd hefur málið til skoðunar en starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmálin komst að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninganna sex hefði ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur, meðal annars vegna ómannúðlegar meðferðar og langrar einangrunarvistar. Dóttir Tryggva Rúnars, Kristín Anna Tryggvadóttir, hafði ekki fengið nýjar upplýsingar um málið þegar frétt Morgunblaðsins var birt í gærmorgun. Hún segir málið mjakast hægt en mjakast þó. „Í raun og veru er það sjúklega leiðinlegt að einhver hafi þurft að burðast með þetta í öll þessi ár. Það er einhver þarna úti sem veit betur eða veit meira en við. Það getur ekki verið auðvelt fyrir heilvita manneskju að burðast með svona upplýsingar, hvort sem hún veit eitthvað í málinu eða er gerandi í málinu. Það hlýtur að vera mannskemmandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.vísir/gva Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Ábending til lögreglu um hvarf Guðmundar Einarssonar barst á allra síðustu árum en kom ekki til skoðunar fyrr en endurupptökunefnd fékk ábendinguna í hendur fyrir skömmu. Tveir menn voru handteknir á mánudagsmorgun og yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins en Guðmundur Einarsson hvarf þann 26. janúar 1974. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður og hlotið refsidóma. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. „Þetta mál lýtur að ábendingu sem barst upphaflega til lögreglu, þaðan til setts ríkissaksóknara sem kemur henni svo á framfæri við endurupptökunefnd. Við í nefndinni óskuðum í kjölfarið eftir því við settan ríkissaksóknara að hann myndi hlutast til um rannsókn á þessari ábendingu. Síðan er það lögreglan að sjálfsögðu sem afgreiðir það hvernig þeir standa að rannsókninni,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Guðmundur Einarsson var átján ára gamall þegar hann fór með tveimur félögum sínum á ball í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína í lok dansleiksins en sjónarvottur segist hafa séð Guðmund gangandi skammt frá. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Björgunarsveitir og lögregla leituðu Guðmundar um nokkra hríð þar til ákveðið var að hætta leit. Næstum tveimur árum síðar, upp úr miðjum desember 1975, voru Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni vegna póstsvikamáls. Í langri yfirheyrslu 20. desember það sama ár er Erla spurð hvort eitthvað sé hæft í þeim sögusögnum sem lögreglu hafi borist til eyrna, að Sævar hafi verið viðriðinn hvarfið á Guðmundi. Vitnisburður Erlu leiðir til handtöku Kristjáns Viðars Viðarssonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. Sævar og Tryggvi Rúnar játuðu fljótlega aðild sína að dauða Guðmundar. Þeir drógu játningarnar til baka í byrjun 1977 en voru samt dæmdir ábyrgir fyrir dauða Guðmundar. Um áratugaskeið hafa mennirnir og fjölskyldur þeirra barist fyrir því að nafn þeirra verði hreinsað. Endurupptökunefnd hefur málið til skoðunar en starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmálin komst að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninganna sex hefði ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur, meðal annars vegna ómannúðlegar meðferðar og langrar einangrunarvistar. Dóttir Tryggva Rúnars, Kristín Anna Tryggvadóttir, hafði ekki fengið nýjar upplýsingar um málið þegar frétt Morgunblaðsins var birt í gærmorgun. Hún segir málið mjakast hægt en mjakast þó. „Í raun og veru er það sjúklega leiðinlegt að einhver hafi þurft að burðast með þetta í öll þessi ár. Það er einhver þarna úti sem veit betur eða veit meira en við. Það getur ekki verið auðvelt fyrir heilvita manneskju að burðast með svona upplýsingar, hvort sem hún veit eitthvað í málinu eða er gerandi í málinu. Það hlýtur að vera mannskemmandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.vísir/gva
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira