Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2016 12:12 Þórdís hefur sinnt starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra að undanförnu. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið erfið ákvörðun en auðvitað er hún stór, að ákveða að fara í prófkjör. Maður byrjar á því og sér hvernig það fer,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Hún hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarmanns Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þórdís hefur sérstakan áhuga á málum sem heyra undir ráðuneytið og nefnir í samtali við Vísi dómsmál, löggæslumál og fjarsamskipti. Ákvörðun og staða Þórdísar er áhugaverð í ljósi umræðu undanfarinna mánaða um stöðu ungs fólks í stjórnmálum. Sjá einnig: Unga fólkið tekur völdin Lesendur Vísis, aðrir en þeir sem hafa mikinn áhuga á íslenskum stjórnmálum, þekkja ef til vill fæstir til Þórdísar. Hún er 28 ára gömul, lögfræðimenntuð og hefur verið kosningastjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi og var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins áður en hún tók við starfi aðstoðarmanns. Hún á einn son með manni sínum og saman eiga þau von á öðru barni. Þórdís hefur starfað að undanförnu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirFramvarðarsveitin í eldri kantinum Meðalaldur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í 1. og 2. sæti í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar árið 2013 var 51 ár. Einn þessara frambjóðenda var Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en hann tilkynnti fyrir skemmstu að hann hygðist ekki gefa kost á sér að nýju í kjördæmi Þórdísar. Breytist því landslagið í framlínu Sjálfstæðismanna nokkuð nái Þórdís kjöri. Samkvæmt innanbúðarfólki í Sjálfstæðisflokknum er það ekki ólíklegt. Framvarðarsveit flokksins tók raunar talsverðum breytingum eftir landsfund síðastliðið haust þegar ritari flokksins var kjörin en það var hin, þá, 24 ára gamla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það spilar líka inn í,“ segir Þórdís spurð um sína stöðu sem ung kona í stjórnmálum. „Ég hafði hugsað mér að gera þetta kannski en þá í þeirri röð sem maður á að gera þetta,“ segir Þórdís og vísar í að algengt sé að fólk sé lengur úti á vinnumarkaði og komið með meiri reynslu áður en það sest á þing. „En á sama tíma er maður alltaf að segja að ungt fólk eigi að taka meiri þátt og að eldra fólk eigi að hlusta meira á unga fólkið. Það er rosalega erfitt að vera sítautandi um það en ætla svo sjálf að fara hina leiðina að þessu. Mér finnst líka skemmtilegt að sýna fram á það að það er enn ungt fólk sem getur gert margt annað sem hefur áhuga á að starfa í pólitík.“ Sambærilegar breytingar eru að verða í mörgum hinna flokkana á Alþingi og verður spennandi að fylgjast með því hvort fleiri ungar hugsjónamanneskjur láti slag standa í haust. Ófrísk í prófkjöri Samhliða tíðindum um framboð upplýsti Þórdís um það að hún ætti von á barni í haust. Hér má sjá tíu unga frambærilega einstaklinga úr öllum flokkum sem hafa látið til sín taka í pólitík á Íslandi. Gaman verður að fylgjast með unga fólkinu í kosningum í haust.Vísir/Pjetur„Já ég verð bara með bumbuna í prófkjörinu. Ég á að eiga á um það bil sama tíma og hugmyndin er að kjósa,“ segir Þórdís og hlær. Október verður því stór mánuður hjá henni. „Þetta verður risastór mánuður.“ „Kannski munu einhverjir gera athugasemd við þetta en ég hlakka reyndar bara til ef einhver ætlar að fara út í slíka umræðu. Því ef það er eftirspurn eftir ungum konum í pólitík þá verður að horfast í augu við það að þær eiga stundum líka ung börn.“ Starfsandinn ekkert eins og í sjónvarpinu Áhugi Þórdísar liggur mikið í stjórnskipunarrétti og mannréttindum, það er að segja mörgum þeirra mála sem heyra undir innanríkisráðuneytið sem áður segir. „Norðvesturkjördæmi er víðfemt og málefnin sem brenna á kjósendum um margt ólík eftir búsetu. Ný stoð er orðin til – ferðaþjónustan. Í því felast gífurleg tækifæri. Aðrir grunnatvinnuvegir eru sterkir og hlúa þarf að þeim. Þá er nýsköpun engin takmörk sett og hugvit fólks ekki takmörkuð auðlind. Framtíðin er björt og verkefnin mörg. Til þess að leysa þessa krafta úr læðingi þurfa allir að hafa gott netsamband. Það er risavaxið hagsmunamál fyrir landið allt. Í því felst frelsi til búsetu,“ segir í tilkynningu um hugðarefni Þórdísar. Þórdís hefur starfað á þingi sem áður segir en hún segir starfsandann talsvert frábrugðinn því sem sést í sjónvarpi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið erfið ákvörðun en auðvitað er hún stór, að ákveða að fara í prófkjör. Maður byrjar á því og sér hvernig það fer,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Hún hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarmanns Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þórdís hefur sérstakan áhuga á málum sem heyra undir ráðuneytið og nefnir í samtali við Vísi dómsmál, löggæslumál og fjarsamskipti. Ákvörðun og staða Þórdísar er áhugaverð í ljósi umræðu undanfarinna mánaða um stöðu ungs fólks í stjórnmálum. Sjá einnig: Unga fólkið tekur völdin Lesendur Vísis, aðrir en þeir sem hafa mikinn áhuga á íslenskum stjórnmálum, þekkja ef til vill fæstir til Þórdísar. Hún er 28 ára gömul, lögfræðimenntuð og hefur verið kosningastjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi og var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins áður en hún tók við starfi aðstoðarmanns. Hún á einn son með manni sínum og saman eiga þau von á öðru barni. Þórdís hefur starfað að undanförnu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirFramvarðarsveitin í eldri kantinum Meðalaldur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í 1. og 2. sæti í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar árið 2013 var 51 ár. Einn þessara frambjóðenda var Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en hann tilkynnti fyrir skemmstu að hann hygðist ekki gefa kost á sér að nýju í kjördæmi Þórdísar. Breytist því landslagið í framlínu Sjálfstæðismanna nokkuð nái Þórdís kjöri. Samkvæmt innanbúðarfólki í Sjálfstæðisflokknum er það ekki ólíklegt. Framvarðarsveit flokksins tók raunar talsverðum breytingum eftir landsfund síðastliðið haust þegar ritari flokksins var kjörin en það var hin, þá, 24 ára gamla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það spilar líka inn í,“ segir Þórdís spurð um sína stöðu sem ung kona í stjórnmálum. „Ég hafði hugsað mér að gera þetta kannski en þá í þeirri röð sem maður á að gera þetta,“ segir Þórdís og vísar í að algengt sé að fólk sé lengur úti á vinnumarkaði og komið með meiri reynslu áður en það sest á þing. „En á sama tíma er maður alltaf að segja að ungt fólk eigi að taka meiri þátt og að eldra fólk eigi að hlusta meira á unga fólkið. Það er rosalega erfitt að vera sítautandi um það en ætla svo sjálf að fara hina leiðina að þessu. Mér finnst líka skemmtilegt að sýna fram á það að það er enn ungt fólk sem getur gert margt annað sem hefur áhuga á að starfa í pólitík.“ Sambærilegar breytingar eru að verða í mörgum hinna flokkana á Alþingi og verður spennandi að fylgjast með því hvort fleiri ungar hugsjónamanneskjur láti slag standa í haust. Ófrísk í prófkjöri Samhliða tíðindum um framboð upplýsti Þórdís um það að hún ætti von á barni í haust. Hér má sjá tíu unga frambærilega einstaklinga úr öllum flokkum sem hafa látið til sín taka í pólitík á Íslandi. Gaman verður að fylgjast með unga fólkinu í kosningum í haust.Vísir/Pjetur„Já ég verð bara með bumbuna í prófkjörinu. Ég á að eiga á um það bil sama tíma og hugmyndin er að kjósa,“ segir Þórdís og hlær. Október verður því stór mánuður hjá henni. „Þetta verður risastór mánuður.“ „Kannski munu einhverjir gera athugasemd við þetta en ég hlakka reyndar bara til ef einhver ætlar að fara út í slíka umræðu. Því ef það er eftirspurn eftir ungum konum í pólitík þá verður að horfast í augu við það að þær eiga stundum líka ung börn.“ Starfsandinn ekkert eins og í sjónvarpinu Áhugi Þórdísar liggur mikið í stjórnskipunarrétti og mannréttindum, það er að segja mörgum þeirra mála sem heyra undir innanríkisráðuneytið sem áður segir. „Norðvesturkjördæmi er víðfemt og málefnin sem brenna á kjósendum um margt ólík eftir búsetu. Ný stoð er orðin til – ferðaþjónustan. Í því felast gífurleg tækifæri. Aðrir grunnatvinnuvegir eru sterkir og hlúa þarf að þeim. Þá er nýsköpun engin takmörk sett og hugvit fólks ekki takmörkuð auðlind. Framtíðin er björt og verkefnin mörg. Til þess að leysa þessa krafta úr læðingi þurfa allir að hafa gott netsamband. Það er risavaxið hagsmunamál fyrir landið allt. Í því felst frelsi til búsetu,“ segir í tilkynningu um hugðarefni Þórdísar. Þórdís hefur starfað á þingi sem áður segir en hún segir starfsandann talsvert frábrugðinn því sem sést í sjónvarpi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira