Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði