Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2016 09:00 Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira