RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 10:18 Kvennalandsliðið fór í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð sumarið 2013. Vísir/Daníel Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27