Meira en hinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júní 2016 08:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun