Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 21:27 Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga. Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga.
Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15