Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012. Barkaígræðslan er meðal annars rannsökuð af sænsku lögreglunni. vísir/vilhelm Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07