Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 31. maí 2016 01:15 Guðni er enn með forskot á aðra frambjóðendur „Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
„Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37