"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Þingmenn fylgdust með umræðum í þingsal. Fréttablaðið/Vilhelm Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira