Mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu misserum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:38 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýtt aflandskrónufrumvarp jákvætt, en að lítið megi út af bregða. Vísir/GVA Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan
Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði