Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 18:07 Dómurinn féll í Héraðsdómi eystra þann 6. maí síðastliðinn. Vísir/Pjetur Hótanir manns um að birta nektarmynd af 15 ára dreng sem hann hafði fengið drenginn til að senda sér á samskiptamiðlinum Snapchat vöktu mikinn ótta hjá drengnum. Hann íhugaði að strjúka að heiman til að losna við afleiðingarnar af því ef myndin yrði birt en maðurinn hafði hótað að birta hana ef drengurinn myndi ekki hitta hann tiltekið kvöld og hafa við hann kynmök. Það var ekki fyrr en móðir drengsins komst á snoðir um samskiptin og hótanirnar sem maðurinn sagði að drengurinn þyrfti ekki að láta undan þeim. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að maðurinn hafi verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í hótunum við drenginn og fyrir blygðunarsemisbrot og brot á barnaverndarlögum. Dómurinn var hins vegar ekki birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra fyrr en í dag. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðislega mynd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndina aðgengilegaa á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Í dómnum er það rakið að maðurinn hafi kannast við það að hafa hótað drengnum að birta samskipti þeirra og myndina ef drengurinn hefði ekki kynferðismök við hann. Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa gert það til þess að sýna drengnum fram á að internetið væri ekki öruggur staður fyrir hvern sem er til að tala við hvern sem er. Þessi útskýring mannsins er ekki trúverðug að mati fjölskipaðs héraðsdóms sem vísar meðal annars í það að auk þessa hafi maðurinn viðhaft gróft kynferðislegt tal við drenginn sem maðurinn vissi að var aðeins 15 ára gamall. Þá er einnig vísað í skilaboð mannsins til drengsins þar sem hann biður um að fá sendar nektarmyndir af honum. Þá er jafnframt talið sannað að maðurinn hafi sent drengnum mynd af kynfærum sínum eins og honum er gefið að sök í ákæru. Eins og áður komst móðir drengsins á snoðir um samskipti hans við manninn og hótanirnar. Það var sama kvöld og maðurinn hafði sagt piltinum að hafa mök við sig, annars myndi hann birta samskipti þeirra og myndina. Í dómnum er það rakið að móðir drengsins hafi tekið eftir því um kvöldið að sonur hennar væri „eitthvað undarlegur“ og í kjölfarið sagði hann henni allt af létta. Þau höfðu síðan samband við lögreglu og kærðu. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið vistaður á Barna-og unglingageðdeild en vísað er í skýrslu meðferðarstöðvarinnar Stuðla frá árinu 2006 þess efnis. Í fyrri innlögn mannsins á BUGL hafi maðuirnn verið greindur með ofvirkniröskun, alvarlegt þunglyndi, aðskilnaðarkvíðaröskun, mótþróaröskun, aðrar hegðunarraskanir og áfallastreituröskun. Þá er í skýrslunni greint frá alvarlegum kynferðisbrotum sem framin hefðu verið innan fjölskyldu mannsins. Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brotin en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Hótanir manns um að birta nektarmynd af 15 ára dreng sem hann hafði fengið drenginn til að senda sér á samskiptamiðlinum Snapchat vöktu mikinn ótta hjá drengnum. Hann íhugaði að strjúka að heiman til að losna við afleiðingarnar af því ef myndin yrði birt en maðurinn hafði hótað að birta hana ef drengurinn myndi ekki hitta hann tiltekið kvöld og hafa við hann kynmök. Það var ekki fyrr en móðir drengsins komst á snoðir um samskiptin og hótanirnar sem maðurinn sagði að drengurinn þyrfti ekki að láta undan þeim. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að maðurinn hafi verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í hótunum við drenginn og fyrir blygðunarsemisbrot og brot á barnaverndarlögum. Dómurinn var hins vegar ekki birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra fyrr en í dag. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðislega mynd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndina aðgengilegaa á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Í dómnum er það rakið að maðurinn hafi kannast við það að hafa hótað drengnum að birta samskipti þeirra og myndina ef drengurinn hefði ekki kynferðismök við hann. Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa gert það til þess að sýna drengnum fram á að internetið væri ekki öruggur staður fyrir hvern sem er til að tala við hvern sem er. Þessi útskýring mannsins er ekki trúverðug að mati fjölskipaðs héraðsdóms sem vísar meðal annars í það að auk þessa hafi maðurinn viðhaft gróft kynferðislegt tal við drenginn sem maðurinn vissi að var aðeins 15 ára gamall. Þá er einnig vísað í skilaboð mannsins til drengsins þar sem hann biður um að fá sendar nektarmyndir af honum. Þá er jafnframt talið sannað að maðurinn hafi sent drengnum mynd af kynfærum sínum eins og honum er gefið að sök í ákæru. Eins og áður komst móðir drengsins á snoðir um samskipti hans við manninn og hótanirnar. Það var sama kvöld og maðurinn hafði sagt piltinum að hafa mök við sig, annars myndi hann birta samskipti þeirra og myndina. Í dómnum er það rakið að móðir drengsins hafi tekið eftir því um kvöldið að sonur hennar væri „eitthvað undarlegur“ og í kjölfarið sagði hann henni allt af létta. Þau höfðu síðan samband við lögreglu og kærðu. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið vistaður á Barna-og unglingageðdeild en vísað er í skýrslu meðferðarstöðvarinnar Stuðla frá árinu 2006 þess efnis. Í fyrri innlögn mannsins á BUGL hafi maðuirnn verið greindur með ofvirkniröskun, alvarlegt þunglyndi, aðskilnaðarkvíðaröskun, mótþróaröskun, aðrar hegðunarraskanir og áfallastreituröskun. Þá er í skýrslunni greint frá alvarlegum kynferðisbrotum sem framin hefðu verið innan fjölskyldu mannsins. Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brotin en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir.
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51