Gangi ekki til lengdar að RÚV sé á auglýsingamarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 22:23 Illugi Gunnarsson vill RÚV af auglýsingamarkaði. Vísir Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira