Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:45 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48