Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:57 Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016 Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði