Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum, er mat sérfræðings um lífríki vatnsins. vísir/Vilhelm Staðan sem komin er upp við Mývatn virðist ekki aðeins ætla að varpa ljósi á hvort sérlög um vernd Mývatns og Laxár eru aðeins orðin tóm heldur einnig prófsteinn á ný náttúruverndarlög sem Alþingi samþykkti einum rómi í vetur. Fjallað var um ástandið við Mývatn og fráveitumál Skútustaðahrepps á þinginu á þriðjudag. Þar kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði það að tillögu sinni að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn. Þar vísaði hann til röksemda stjórnvalda um að lítið væri hægt að gera áður en fullvissa sé fyrir því hvað veldur lífríkinu við Mývatn svo miklum skaða sem raun ber vitni. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, benti á í þingræðu sinni á þriðjudaginn að vissulega væri ekkert sannað hversu mikið álagið á vatnið er af mannavöldum. Hins vegar þyrftu ný náttúruverndarlög að skoðast í því ljósi og vitnaði til 9. greinar laganna þar sem segir: Ef hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum skal skorti á vísindalegri þekkingu ekki beitt sem rökum til að fresta eða láta hjá líða að grípa til skilvirkra aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim.Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/GVA„Þetta samþykktum við öll á Alþingi Íslendinga í vetur sem leið, þ.e. varúðarregluna samkvæmt Ríó-yfirlýsingunni. Þessi regla segir að við getum ekki skákað í því skjóli að við vitum ekki hversu mikið er um að kenna sambúðinni við manninn, að hve miklu leyti er um að ræða náttúrulegar sveiflur o.s.frv. Okkur ber að grípa inn í og okkur ber að láta náttúruna njóta vafans. Og ég vil biðja hæstvirtan ráðherra að segja nokkur orð um þessi mál í lok þessarar umræðu, þ.e. hvort við séum ekki alveg sammála um að nýsamþykkt náttúruverndarlög skeri úr um okkar skyldu gagnvart vatninu þegar þetta ástand blasir við,“ sagði Svandís. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, varð ekki við þessari ósk Svandísar. Hitt liggur þó fyrir að ný náttúruverndarlög voru samþykkt samhljóða 12. nóvember í fyrra og var sérstaklega til þess tekið af þingmönnum allra flokka hversu vel tókst til, og haft á orði að þvert á orðaskak og ósætti þá væri hægt að lenda góðum málum með samstarfi, þó það hafi tekið tíma. Af þessu tilefni sagði Sigrún í viðtali við RÚV að þingið hefði þurft á tímanum að halda enda hefði margt breyst á tveimur árum, ekki síst gríðarleg fjölgun ferðamanna. Ráðherra fagnaði niðurstöðunni; leikreglur hefðu verið skýrðar en um leið settar auknar kröfur á ráðuneyti og stofnanir. Röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Þrátt fyrir óvissu ber eftir sem áður að grípa til fyrirbyggjandi varúðarráðstafana jafnvel þótt ekki sé mögulegt að sýna fram á orsakatengslin á milli tiltekinna afhafna og áhrifa þeirra. Fram að lagasetningunni 12. nóvember í fyrra hafði varúðarreglan ekki verið útfærð með skýrum hætti í lögum um náttúruvernd. Hins vegar má það fylgja sögunni að á varúðarsjónarmiðum var byggt í dómi Hæstaréttar árið 1997 um laxagengd í efri hluta Laxár, affalls Mývatns. Til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar fyrir því að leyfa ekki landeigendum að gera laxi kleift að ganga í efri hluta Laxár var sérstaða svæðisins sem er friðað með sérstökum lögum, og þeim þannig meinað að standa að aðgerðum er tefldu lífríkinu í Laxá og Mývatni í tvísýnu, að mati vísindamanna.Lífríki Mývatns undir miklu álagi:Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflegt í leiðbeiningum WHO. Engum vafa er talið undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Kúluskítur sem er friðlýst tegund virðist vera horfinn úr Mývatni. Bleikja er á undanhaldi á svæðinu – stofninn er svo gott sem horfinn. Hornsílastofn Mývatns mældist afar lítill í fyrrasumar. Mikill ferðamannastraumur setur aukaálag á vistkerfi svæðisins bæði hvað varðar fráveitur og ágang á náttúruverndarsvæði.Hvað er varúðarreglan? Mörg umhverfisvandamál eru þess eðlis að erfitt getur reynst að sýna með vísindalegri fullvissu fram á orsök þeirra. Þá kann að vera freistandi fyrir stjórnvöld að aðhafast ekkert, sérstaklega ef mótvægisaðgerðir eru kostnaðarsamar. Úr þessum aðstæðum sprettur ein af meginreglum hins alþjóðlega umhverfisréttar, varúðarreglan. Kjarni hennar er sá að ekki skuli láta óvissu um afleiðingar tiltekinna athafna eða athafnaleysis koma í veg fyrir að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða. Í reglunni felst sú hugsun að stjórnvöld skuli ekki skýla sér bak við vísindalega óvissu til að forðast varúðarráðstafanir í þágu umhverfisins. Vísað er til varúðarreglunnar í ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og á nokkrum sviðum íslensks umhverfisréttar er byggt á reglunni.Heimild: Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2011Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Staðan sem komin er upp við Mývatn virðist ekki aðeins ætla að varpa ljósi á hvort sérlög um vernd Mývatns og Laxár eru aðeins orðin tóm heldur einnig prófsteinn á ný náttúruverndarlög sem Alþingi samþykkti einum rómi í vetur. Fjallað var um ástandið við Mývatn og fráveitumál Skútustaðahrepps á þinginu á þriðjudag. Þar kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði það að tillögu sinni að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn. Þar vísaði hann til röksemda stjórnvalda um að lítið væri hægt að gera áður en fullvissa sé fyrir því hvað veldur lífríkinu við Mývatn svo miklum skaða sem raun ber vitni. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, benti á í þingræðu sinni á þriðjudaginn að vissulega væri ekkert sannað hversu mikið álagið á vatnið er af mannavöldum. Hins vegar þyrftu ný náttúruverndarlög að skoðast í því ljósi og vitnaði til 9. greinar laganna þar sem segir: Ef hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum skal skorti á vísindalegri þekkingu ekki beitt sem rökum til að fresta eða láta hjá líða að grípa til skilvirkra aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim.Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/GVA„Þetta samþykktum við öll á Alþingi Íslendinga í vetur sem leið, þ.e. varúðarregluna samkvæmt Ríó-yfirlýsingunni. Þessi regla segir að við getum ekki skákað í því skjóli að við vitum ekki hversu mikið er um að kenna sambúðinni við manninn, að hve miklu leyti er um að ræða náttúrulegar sveiflur o.s.frv. Okkur ber að grípa inn í og okkur ber að láta náttúruna njóta vafans. Og ég vil biðja hæstvirtan ráðherra að segja nokkur orð um þessi mál í lok þessarar umræðu, þ.e. hvort við séum ekki alveg sammála um að nýsamþykkt náttúruverndarlög skeri úr um okkar skyldu gagnvart vatninu þegar þetta ástand blasir við,“ sagði Svandís. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, varð ekki við þessari ósk Svandísar. Hitt liggur þó fyrir að ný náttúruverndarlög voru samþykkt samhljóða 12. nóvember í fyrra og var sérstaklega til þess tekið af þingmönnum allra flokka hversu vel tókst til, og haft á orði að þvert á orðaskak og ósætti þá væri hægt að lenda góðum málum með samstarfi, þó það hafi tekið tíma. Af þessu tilefni sagði Sigrún í viðtali við RÚV að þingið hefði þurft á tímanum að halda enda hefði margt breyst á tveimur árum, ekki síst gríðarleg fjölgun ferðamanna. Ráðherra fagnaði niðurstöðunni; leikreglur hefðu verið skýrðar en um leið settar auknar kröfur á ráðuneyti og stofnanir. Röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Þrátt fyrir óvissu ber eftir sem áður að grípa til fyrirbyggjandi varúðarráðstafana jafnvel þótt ekki sé mögulegt að sýna fram á orsakatengslin á milli tiltekinna afhafna og áhrifa þeirra. Fram að lagasetningunni 12. nóvember í fyrra hafði varúðarreglan ekki verið útfærð með skýrum hætti í lögum um náttúruvernd. Hins vegar má það fylgja sögunni að á varúðarsjónarmiðum var byggt í dómi Hæstaréttar árið 1997 um laxagengd í efri hluta Laxár, affalls Mývatns. Til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar fyrir því að leyfa ekki landeigendum að gera laxi kleift að ganga í efri hluta Laxár var sérstaða svæðisins sem er friðað með sérstökum lögum, og þeim þannig meinað að standa að aðgerðum er tefldu lífríkinu í Laxá og Mývatni í tvísýnu, að mati vísindamanna.Lífríki Mývatns undir miklu álagi:Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflegt í leiðbeiningum WHO. Engum vafa er talið undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Kúluskítur sem er friðlýst tegund virðist vera horfinn úr Mývatni. Bleikja er á undanhaldi á svæðinu – stofninn er svo gott sem horfinn. Hornsílastofn Mývatns mældist afar lítill í fyrrasumar. Mikill ferðamannastraumur setur aukaálag á vistkerfi svæðisins bæði hvað varðar fráveitur og ágang á náttúruverndarsvæði.Hvað er varúðarreglan? Mörg umhverfisvandamál eru þess eðlis að erfitt getur reynst að sýna með vísindalegri fullvissu fram á orsök þeirra. Þá kann að vera freistandi fyrir stjórnvöld að aðhafast ekkert, sérstaklega ef mótvægisaðgerðir eru kostnaðarsamar. Úr þessum aðstæðum sprettur ein af meginreglum hins alþjóðlega umhverfisréttar, varúðarreglan. Kjarni hennar er sá að ekki skuli láta óvissu um afleiðingar tiltekinna athafna eða athafnaleysis koma í veg fyrir að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða. Í reglunni felst sú hugsun að stjórnvöld skuli ekki skýla sér bak við vísindalega óvissu til að forðast varúðarráðstafanir í þágu umhverfisins. Vísað er til varúðarreglunnar í ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og á nokkrum sviðum íslensks umhverfisréttar er byggt á reglunni.Heimild: Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2011Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði