Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“ Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“
Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17
Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði