Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Snærós Sindradóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Bessastaðir Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira