Bananarnir flugu fyrir utan árshátíð Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:00 Hópurinn beinar aðgerðir stóð fyrir mótmælum fyrir utan Hótel Sögu í gær þar sem árleg þingveisla Alþingis var haldin. Vísir/Getty/Vilhelm/Ernir Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði