Sjaldan verið betri aðstæður til að ganga á Hvannadalshnjúk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 11:41 Frá ferðinni upp á toppinn á laugardaginn. mynd/ólafur már björnsson Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson
Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira