Ef þú misstir af Gerard þá getur þú séð allt saman hér | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 17:00 Íslenskt stuðningsfólk ætlar að fjölmenna til Frakklands Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira