Ef þú misstir af Gerard þá getur þú séð allt saman hér | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 17:00 Íslenskt stuðningsfólk ætlar að fjölmenna til Frakklands Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands er á fullu að undirbúa leikmenn og starfsmenn sína fyrir sögulegt sumar þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Skemmtilegur súpufundur í vikunni var gott skref fyrir þá stuðningsfólk sem er á leiðinni út í næsta mánuði. Nú eru bara 26 dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi sem verður á móti Portúgal í Saint-Étienne 14. júní næstkomandi. íslenska liðið spilar líka við Ungverjaland í Marseille og við Austurríki í Saint-Denis. Það er full ástæða fyrir íslensku stuðningsmennina til að kynna sér aðstæður í borgunum og nýta ferðina í fleira en að fylgjast með afrekum strákanna okkar inn á fótboltavellinum. Það var því mjög góð aðsókn á nítjánda súpufund Knattspyrnusambandsins sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Viðburðurinn var tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Rétt tæplega 130 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn til að hlýða á Gerard Lemarquis, kennara og fréttaritara, fjalla um frönsku borgirnar Marseille, Saint-Étienne, Lyon og París, sögu knattspyrnuliða borganna, áhugaverða staði til að skoða og fleira í þeim dúr á léttum og skemmtilegum nótum. Gérard Lemarquis hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ. Íslenska liðið spilar reyndar ekki í Lyon en borgin er stutt frá Saint-Étienne og því hugsanlegur gististaður fyrir íslenska stuðningsfólkið. Knattspyrnusambandið gerði líka þeim greiða sem komust ekki í Laugardalinn í gær. Erindið var nefnilega tekið upp og er nú aðgengilegt þeim sem misstu af og áhuga hafa á að hlusta á það sem Gerard hafði að segja. KSÍ baðst velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins en segir það síðan lagast fljótt. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Súpufundur KSÍ, 18. maí 2016 - Gerard Lemarquis fjallar um Marseille, St. Etienne, Lyon og París (St. Denis) from KSI on Vimeo.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn