Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 09:50 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson vísir/ernir/anton Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18