LÍN Námsmaður í Englandi - Ein af þessum heppnu Rakel Mjöll Leifsdóttir skrifar 2. maí 2016 15:23 Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar