Grænt ríki Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun