Hrútar besta mynd sem Woody Allen hefur séð nýlega Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 18:59 Hrútarnir hans Gríms Hákonarsonar heilluðu Allen. Vísir/Getty/Brynjar Snær Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur vakið athygli víða um heim og halað inn verðlaunum frá því að hún kom út fyrir um ári síðan. Meðal aðdáanda myndarinnar úti í heimi er kvikmyndagoðsögnin Woody Allen, ef marka má viðtal við kappann sem Hollywood Reporter birtir í dag. Hinn áttræði Allen er með þekktustu og virtustu leikurum og leikstjórum Bandaríkjanna. Í viðtalinu sem birtist í dag er hann spurður hvaða myndir hann hafi séð nýlega sem hafi heillað hann – og hann nefnir aðeins eina til sögunnar. „Ég horfði á kvikmynd sem heitir Hrútar, sem mér féll vel í geð,“ segir Allen. „Íslensk mynd. En ég horfi ekki á margar bandarískar. Ég gat það einu sinni. Þegar ég ólst upp, var fjöldi góðra mynda í boði í hverri viku. Svo áttaði kvikmyndaiðnaðurinn sig á því að hægt væri að græða meira á stórum „blockbuster“-myndum. En enginn þeirra hefur nokkurn tímann heillað mig.“ Allen segist einnig í viðtalinu aldrei nokkurn tímann hafa horft á myndir sínar þegar hann er búinn með þær. Aðspurður hvort hann myndi eyða einhverjum af þeim tugum mynda sem hann hefur gert um tíðina ef hann gæti, hlær Allen og segist myndu eyða öllum nema um það bil átta myndum. Menning Tengdar fréttir Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur vakið athygli víða um heim og halað inn verðlaunum frá því að hún kom út fyrir um ári síðan. Meðal aðdáanda myndarinnar úti í heimi er kvikmyndagoðsögnin Woody Allen, ef marka má viðtal við kappann sem Hollywood Reporter birtir í dag. Hinn áttræði Allen er með þekktustu og virtustu leikurum og leikstjórum Bandaríkjanna. Í viðtalinu sem birtist í dag er hann spurður hvaða myndir hann hafi séð nýlega sem hafi heillað hann – og hann nefnir aðeins eina til sögunnar. „Ég horfði á kvikmynd sem heitir Hrútar, sem mér féll vel í geð,“ segir Allen. „Íslensk mynd. En ég horfi ekki á margar bandarískar. Ég gat það einu sinni. Þegar ég ólst upp, var fjöldi góðra mynda í boði í hverri viku. Svo áttaði kvikmyndaiðnaðurinn sig á því að hægt væri að græða meira á stórum „blockbuster“-myndum. En enginn þeirra hefur nokkurn tímann heillað mig.“ Allen segist einnig í viðtalinu aldrei nokkurn tímann hafa horft á myndir sínar þegar hann er búinn með þær. Aðspurður hvort hann myndi eyða einhverjum af þeim tugum mynda sem hann hefur gert um tíðina ef hann gæti, hlær Allen og segist myndu eyða öllum nema um það bil átta myndum.
Menning Tengdar fréttir Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00