Árni Páll hættur við framboð til formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 14:56 Árni Páll Árnason tilkynnti á fimmtudaginn í síðustu viku að hann ætlaði að gefa kost á sér á nýjan leik. vísir/vilhelm Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka. Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka.
Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði