„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 19:30 Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti." Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti."
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði