Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 11:57 Tveir nýjustu forsetaframbjóðendurnir, Guðni og Davíð, mættust í húsakynnum Bylgjunnar í morgun. vísir/jóhann k „Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15