Tugmilljarða fjárfestingar í heilbrigðiskerfi og innviðum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:32 Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira