Dagur eða Oddný Þór Rögnvaldsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar