Ástþór vill að forsetaritari aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannafund Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Ástþór hefur safnað þrjú þúsund meðmælendum fyrir forsetaframboð sitt og vonast til að forsetaritari muni aðstoða sig við að halda blaðamannafund. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur óskað eftir því að ritari forsetaembættisins aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannfund. Ástþór sendir þessa beiðni sína á Örnólf Thorsson forsetaritara þar sem hann minnist á blaðmannafund sem boðaður var til á Bessastöðum á mánudag þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þjóðinni að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Fréttatilkynningin um blaðamannafund Ólafs Ragnars var send út af skrifstofu forseta Íslands og var forsetaritarinn Örnólfur sagður veita nánari upplýsingar um hann. Þegar fjölmiðlar höfðu svo samband við Örnólf neitaði hann að tjá sig um efni fundarins. Ástþór segir þetta var nýjung að hálfu forsetaembættisins að veita forsetaframbjóðendum slíka aðstoð og segir erfitt að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði. „Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund,“ segir Ástþór í bréfi sínu til forsetaritara sem má sjá í heild hér fyrir neðan:Reykjavík, 20 apríl 2016Ágæti forsetaritari,Ég hef tekið eftir þeirri nýjung að forsetaritari sér um að senda út fréttatilkynningar og veita upplýsingar um blaðamannfundi forsetaframbjóðenda. Þess vegna leita ég nú aðstoðar embættisins við að kynna og halda blaðamannafund.Eins og þjóðinni er kunnugt hef ég verið í framboði til embættis forseta Íslands. Hef ég í þeim tilgangi safnað nálægt 3000 meðmælendum og var það gert í góðri trú bæði míns og minna meðmælenda.Við þær aðstæður sem nú hafa komið upp er ég með mjög áríðandi skilaboð til þjóðarinnar.Ég minnist þess að á borgarafundi í Iðnó í maí 2012 var forsetaframbjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson spurður hvort hann teldi eðlilegt að taka sér frí frá störfum á meðan á framboði hans stæði. Hann taldi svo ekki vera og sagði:„Hinsvegar er ég mjög meðvitaður um ákveðin mörk í þeim efnum og reyni að hafa alveg skýr skil á milli mín sem frambjóðanda og skyldu minna sem forseti og þótt það sé kannski ekki stórt atriði þá tek ég það sem dæmi að ég keyrði sjálfur hingað á þennan fund og bíllinn er hérna fyrir framan við Fríkirkjuna, minn einkabíll, en notaði ekki aðstöðu forsetaembættisins til þess að koma mér hingað á þennan fund“.Erfitt er að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé á 2.3 milljóna króna mánaðarlaunum frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði.Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund.Þjóðtrú okkar Íslendinga boðar að Guð hafi skapað heiminn á 7 dögum og því legg ég til að fundurinn verði haldinn mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 16:15 í Thomsen-stofunni á Bessastöðum. Tæknimönnum fjölmiðla er stofa þessi vel kunnug og þeim hægt um vik að senda þaðan beint út til þjóðarinnar svo fyllsta jafnræðis sé nú einnig gætt hjá fjölmiðlum landsins í aðdraganda þessara kosninga.Með vinsemd og virðingu,Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur óskað eftir því að ritari forsetaembættisins aðstoði sig við að kynna og halda blaðamannfund. Ástþór sendir þessa beiðni sína á Örnólf Thorsson forsetaritara þar sem hann minnist á blaðmannafund sem boðaður var til á Bessastöðum á mánudag þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þjóðinni að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Fréttatilkynningin um blaðamannafund Ólafs Ragnars var send út af skrifstofu forseta Íslands og var forsetaritarinn Örnólfur sagður veita nánari upplýsingar um hann. Þegar fjölmiðlar höfðu svo samband við Örnólf neitaði hann að tjá sig um efni fundarins. Ástþór segir þetta var nýjung að hálfu forsetaembættisins að veita forsetaframbjóðendum slíka aðstoð og segir erfitt að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði. „Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund,“ segir Ástþór í bréfi sínu til forsetaritara sem má sjá í heild hér fyrir neðan:Reykjavík, 20 apríl 2016Ágæti forsetaritari,Ég hef tekið eftir þeirri nýjung að forsetaritari sér um að senda út fréttatilkynningar og veita upplýsingar um blaðamannfundi forsetaframbjóðenda. Þess vegna leita ég nú aðstoðar embættisins við að kynna og halda blaðamannafund.Eins og þjóðinni er kunnugt hef ég verið í framboði til embættis forseta Íslands. Hef ég í þeim tilgangi safnað nálægt 3000 meðmælendum og var það gert í góðri trú bæði míns og minna meðmælenda.Við þær aðstæður sem nú hafa komið upp er ég með mjög áríðandi skilaboð til þjóðarinnar.Ég minnist þess að á borgarafundi í Iðnó í maí 2012 var forsetaframbjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson spurður hvort hann teldi eðlilegt að taka sér frí frá störfum á meðan á framboði hans stæði. Hann taldi svo ekki vera og sagði:„Hinsvegar er ég mjög meðvitaður um ákveðin mörk í þeim efnum og reyni að hafa alveg skýr skil á milli mín sem frambjóðanda og skyldu minna sem forseti og þótt það sé kannski ekki stórt atriði þá tek ég það sem dæmi að ég keyrði sjálfur hingað á þennan fund og bíllinn er hérna fyrir framan við Fríkirkjuna, minn einkabíll, en notaði ekki aðstöðu forsetaembættisins til þess að koma mér hingað á þennan fund“.Erfitt er að sjá jafnar leikreglur þegar einn frambjóðandi rekur framboð sitt fyrir almannafé á 2.3 milljóna króna mánaðarlaunum frá skattgreiðendum og með heila forsetaskrifstofu til að vinna að sínu framboði.Þar sem ég er viss um að forsetinn og starfsfólk hans vilji gæta fyllsta jafnræðis óska ég eftir að embætti forseta Íslands veiti mér sömu aðstoð og umræddum frambjóðanda að halda blaðamannafund.Þjóðtrú okkar Íslendinga boðar að Guð hafi skapað heiminn á 7 dögum og því legg ég til að fundurinn verði haldinn mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 16:15 í Thomsen-stofunni á Bessastöðum. Tæknimönnum fjölmiðla er stofa þessi vel kunnug og þeim hægt um vik að senda þaðan beint út til þjóðarinnar svo fyllsta jafnræðis sé nú einnig gætt hjá fjölmiðlum landsins í aðdraganda þessara kosninga.Með vinsemd og virðingu,Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
Ólafur Ragnar án Ólafíu Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR. 20. apríl 2016 13:46
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30