Forsætisráðherra boðar stjórnarandstöðuna til fundar á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 19:17 Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira