Segir ákvörðun Ólafs dómgreindarbrest sem jók á sundrungu 23. apríl 2016 10:45 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58