Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 09:47 Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff vísir/anton brink Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira