Björk ekki fjárhagslegur bakhjarl Andra Snæs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 15:28 Andri Snær og Björk á fundi í Gamla bíói í nóvember. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira