Á erfitt með að trúa eigin aldri Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 26. apríl 2016 00:01 Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún á góðri stund. „Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira