Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2016 13:03 Erna Ýr Öldudóttir nú fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata. Vísir/Stöð2 „Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Sjá meira
„Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir
Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Sjá meira
Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20
Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48
Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði