Tugir milljarða til útgjaldaaukningar og framkvæmda á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:36 Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira