Þjóðleikhússtjóri: „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2016 18:23 Ari segir að engin stuðningsyfirlýsing felist í fyrirkomulaginu. vísir/skjámynd/vilhelm/arnþór „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
„Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15
"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49