Hörð barátta um kosningar á Alþingi Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan fundaði með forsætisráðherra án árangurs í gær. vísir/ernir „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði