Varnarsigrar Hauka og Gróttu | ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 21:46 Ramune Pekarskyte skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í kvöld. vísir/ernir Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni