Hendurnar hans Ásmundar hafa mótað margt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 09:15 „Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma; hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Elín. Vísir/Anton Brink Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira