Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. apríl 2016 11:56 Merkið #nólafur hefur verið mikið notað síðan forsetinn tilkynnti að hann ætlaði að blanda sér í kosningaslaginn. Visir Ekki virðast allir vera jafn hrifnir af því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í fimmta skipti. Fólk í andstöðu við áframhaldandi setu forsetans byrjaði strax í gær að styðjast við merkinguna #nólafur í færslum sínum á samfélagsmiðlum. Sumir birtu 20 ára gamlar myndir af sjálfum sér til þess að undirstrika hversu löng forsetatíð Ólafs hefur verið. Þar var óbeint vitnað í tískubylgju sem varð til á Facebook á dögunum vegna Barnamenningarhátíðar þar sem fólk deildi barnamyndum af sjálfu sér, hátíðinni til stuðnings. Efnt var til undirskriftasöfnunar á netinu í gær þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til þess að hætta við framboð sitt. Hafa um 3000 manns skrifað þar undir.Andrés telur að forsetaframbjóðendur verði að tileinka sér aðrar aðferðir en hafa tíðkast áður fyrr í forsetakosningum.Ekki töff að styðja ÓlafAndrés Jónsson almannatengill telur að með ákvörðun sinni um að sækjast eftir endurkjöri sé forseti að taka vissa áhættu. Það sýni sig á þeirri andstöðu sem nú þegar sé komin upp á yfirborðið á samfélagsmiðlum. „Hann hefur eiginlega skipt um kjósendahóp á undanförnum árum. Margir sem eru að fara kjósa hann eru fólk sem kaus hann kannski ekki upphaflega. Fólk sem eru ekkert svakalegir aðdáendur en kýs hann af öðrum ástæðum. Það þykir ekkert töff að vera stuðningsmaður hans. Þannig að í rauninni þarf ekkert mikið að gerast til þess að það myndist einhver andstæða gegn honum.“Sjá einnig: Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónirAndrés segir styrk Ólafs liggja meðal annars í því hversu sterkur hann er í kosningabaráttu. Flestir þeirra sem höfðu tilkynnt um framboð hafa ákveðið að taka slaginn við Ólaf. Andrés furðar sig þó á því að enginn frambjóðandi hafi í gær tappað inn á „nólafur“-bylgjuna sem hófst strax á netinu. „Ég held að það sé tækifæri fyrir einhvern að endurskilgreina Ólaf og nýta sér þessa bylgju. Það fólk sem er tilbúið að gera Ólaf að tákni hins gamla Íslands og kjósa eitthvað nýtt. Það er einhver óttablandin virðing í gangi sem sumir sýna Ólafi. Það voru einstaka pönkarar eins og Elísabet Jökulsdóttir sem skutu á hann en enginn sagði neitt afgerandi eða hafði neina skoðun á erindi hans sem mér fannst mjög veikt. Það eru alveg rök að maður eigi að vera forsetalegur og ekki láta draga sig í drulluna en það er þar sem Ólafur heyir sína baráttu. Þú verður að vera tilbúinn til þess annars hefur hann betur. Það sannaðist 2012 þegar Þóra (innsk: Arnórsdóttir) ætlaði að vera fyrir ofan slíka umræðu og ekki að vera í sama slag og hann. Það gekk ekki.“Þarf að skora hann á hólm Ólafur Ragnar hefur hingað haldið sinni kosningabaráttu fyrir utan samfélagsmiðla sem hlýtur að teljast nokkuð merkilegt fyrir okkar tíma. Andrés telur að best væri fyrir aðra frambjóðendur að reyna að draga forsetann inn í umræðuna þar. „Stuðningsmenn hans eru ekki áberandi þar. Hann hefur hingað til geta valið sér svolítið vettvang sjálfur. Ef ég væri sá frambjóðandi sem telur sig eiga möguleika og ætlaði virkilega að heyja við hann kosningabaráttu, þá myndi ég skora hann á hólm þar. Segja við fólk, að ef það vill að skipt verði um forseta oftar en á sex kjörtímabila fresti – þá ætti það að gefa sig upp við viðkomandi í næstu könnun. Þá bara til þess eins að sýna Ólafi að við þurfum engan landsföður.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ekki virðast allir vera jafn hrifnir af því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í fimmta skipti. Fólk í andstöðu við áframhaldandi setu forsetans byrjaði strax í gær að styðjast við merkinguna #nólafur í færslum sínum á samfélagsmiðlum. Sumir birtu 20 ára gamlar myndir af sjálfum sér til þess að undirstrika hversu löng forsetatíð Ólafs hefur verið. Þar var óbeint vitnað í tískubylgju sem varð til á Facebook á dögunum vegna Barnamenningarhátíðar þar sem fólk deildi barnamyndum af sjálfu sér, hátíðinni til stuðnings. Efnt var til undirskriftasöfnunar á netinu í gær þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til þess að hætta við framboð sitt. Hafa um 3000 manns skrifað þar undir.Andrés telur að forsetaframbjóðendur verði að tileinka sér aðrar aðferðir en hafa tíðkast áður fyrr í forsetakosningum.Ekki töff að styðja ÓlafAndrés Jónsson almannatengill telur að með ákvörðun sinni um að sækjast eftir endurkjöri sé forseti að taka vissa áhættu. Það sýni sig á þeirri andstöðu sem nú þegar sé komin upp á yfirborðið á samfélagsmiðlum. „Hann hefur eiginlega skipt um kjósendahóp á undanförnum árum. Margir sem eru að fara kjósa hann eru fólk sem kaus hann kannski ekki upphaflega. Fólk sem eru ekkert svakalegir aðdáendur en kýs hann af öðrum ástæðum. Það þykir ekkert töff að vera stuðningsmaður hans. Þannig að í rauninni þarf ekkert mikið að gerast til þess að það myndist einhver andstæða gegn honum.“Sjá einnig: Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónirAndrés segir styrk Ólafs liggja meðal annars í því hversu sterkur hann er í kosningabaráttu. Flestir þeirra sem höfðu tilkynnt um framboð hafa ákveðið að taka slaginn við Ólaf. Andrés furðar sig þó á því að enginn frambjóðandi hafi í gær tappað inn á „nólafur“-bylgjuna sem hófst strax á netinu. „Ég held að það sé tækifæri fyrir einhvern að endurskilgreina Ólaf og nýta sér þessa bylgju. Það fólk sem er tilbúið að gera Ólaf að tákni hins gamla Íslands og kjósa eitthvað nýtt. Það er einhver óttablandin virðing í gangi sem sumir sýna Ólafi. Það voru einstaka pönkarar eins og Elísabet Jökulsdóttir sem skutu á hann en enginn sagði neitt afgerandi eða hafði neina skoðun á erindi hans sem mér fannst mjög veikt. Það eru alveg rök að maður eigi að vera forsetalegur og ekki láta draga sig í drulluna en það er þar sem Ólafur heyir sína baráttu. Þú verður að vera tilbúinn til þess annars hefur hann betur. Það sannaðist 2012 þegar Þóra (innsk: Arnórsdóttir) ætlaði að vera fyrir ofan slíka umræðu og ekki að vera í sama slag og hann. Það gekk ekki.“Þarf að skora hann á hólm Ólafur Ragnar hefur hingað haldið sinni kosningabaráttu fyrir utan samfélagsmiðla sem hlýtur að teljast nokkuð merkilegt fyrir okkar tíma. Andrés telur að best væri fyrir aðra frambjóðendur að reyna að draga forsetann inn í umræðuna þar. „Stuðningsmenn hans eru ekki áberandi þar. Hann hefur hingað til geta valið sér svolítið vettvang sjálfur. Ef ég væri sá frambjóðandi sem telur sig eiga möguleika og ætlaði virkilega að heyja við hann kosningabaráttu, þá myndi ég skora hann á hólm þar. Segja við fólk, að ef það vill að skipt verði um forseta oftar en á sex kjörtímabila fresti – þá ætti það að gefa sig upp við viðkomandi í næstu könnun. Þá bara til þess eins að sýna Ólafi að við þurfum engan landsföður.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00